Skemmtilegt verkefni

Pétur og ReginaVið hjónin höfum verið svo heppin að fá að vinna við gerð flettibiblía sem notaðar eru í sunnudagaskólastarfi í flestum kirkjum landsins. Með ,,Bláu flettibiblíunni" nú í haust eru komnar út fjórar flettibiblíur eftir okkur og vonumst við til þess að nýjustu flettibiblíunni verði jafn vel tekið og hinum sem komu út síðastliðinn vetur (Bleika flettibiblían, Jólaflettibiblían og Bláa flettibiblían).

Útgefandinn á flettibiblíunum er Skálholtsútgáfan og hefur verið ánægjulegt að vinna með Eddu Möller og hennar starfsfólki. Hugmyndina að gerð flettibiblía þar sem að biblíubrúður væru notaðar sem myndefni á hún Elín Elísabet Jóhannsdóttir á fræðslusviði Biskupsstofu. Með einstakri bjartsýni kom hún okkur af stað sumarið 2006, en það sumar mynduðum við í sameiningu stóran hluta myndanna fyrir fyrstu flettibiblíurnar með honum Pálma ljósmyndara. Myndirnar í Jólaflettibiblíunni og Bláu flettibiblíunni sem er nýkomin út tók hins vegar Rúnar Þór.

Flettibiblíurnar fást í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband